Verslunarmannahelgi í DK
Hæ,
Gaman að sjá að heimsóknir og athugasemdir hafa farið fram úr björtustu vonum. Held að það hafi náð heilum 2 í síðasta mánuði. Sökum þess hversu margir þetta hafa verið þá sendi ég kveðju hér á alla. Ekki tími til að leita alla uppi og skila persónulegri kveðju.
Annars er það að frétta að ég hef gengið með utanlegsfóstur í nokkra daga. Þetta hefur valdið því að tölurnar á vigtinni eru hærri en venjulega. Stefnt er að því að minnka fóstrið og þá kannski get ég séð hverrar trúar ég er næst þegar ég stend í sturtunni. Veldur mér miklum áhyggjum enda veit ég ekki hvort ég eigi að grípa í Nýja eða Gamla testamentið til að róa hugann í þessari kreppu.
Peningamálin eru þau sömu, það er að segja ég fæ meint laun en sé lítið af þeim. Vonandi fer nú einhver hluti þeirra í að styrkja félagsbústaði bankamanna, enda ekki vanþörf á.
Dísa og Alexander eru ennþá heima á Íslandi og Sólrún fór síðasta fimmtudag ásamt Anders til að ná í krílin. Matthías er hjá mér núna og verður fram á þriðjudagskvöld.
Matthías er mjög kurteis strákur. Hann vakti mig í morgun og sagði "einhver þarf að fara í sturtu" Hann benti ekki á neinn, en gaf þá viðkomandi tækifæri til að taka þetta til sín. Þetta finnst mér mikill þroski hjá 5 ára barni. Minnir mig á það mig vantar hreinar nærbuxur.
Af dönum er það að frétta að þeir eru að drukkna í verðbólgu. Sparnaður hefur rýrnað og danir eru víst eitthvað farnir að minnka við sig lúxusinn. Þeir þyrftu nú að kynnast verðtryggingu, þá myndu þeir virkilega fara að gráta.
Áður en ég skelli mér í sturtu þá vil ég óska ykkur 2 sem lesið góðrar verslunarmanna(r)helgi og vonandi rignir ekki mikið á ykkur tjaldbúa.
Farinn í sturtu.
Lifið heil.
Arnar Thor
Gaman að sjá að heimsóknir og athugasemdir hafa farið fram úr björtustu vonum. Held að það hafi náð heilum 2 í síðasta mánuði. Sökum þess hversu margir þetta hafa verið þá sendi ég kveðju hér á alla. Ekki tími til að leita alla uppi og skila persónulegri kveðju.
Annars er það að frétta að ég hef gengið með utanlegsfóstur í nokkra daga. Þetta hefur valdið því að tölurnar á vigtinni eru hærri en venjulega. Stefnt er að því að minnka fóstrið og þá kannski get ég séð hverrar trúar ég er næst þegar ég stend í sturtunni. Veldur mér miklum áhyggjum enda veit ég ekki hvort ég eigi að grípa í Nýja eða Gamla testamentið til að róa hugann í þessari kreppu.
Peningamálin eru þau sömu, það er að segja ég fæ meint laun en sé lítið af þeim. Vonandi fer nú einhver hluti þeirra í að styrkja félagsbústaði bankamanna, enda ekki vanþörf á.
Dísa og Alexander eru ennþá heima á Íslandi og Sólrún fór síðasta fimmtudag ásamt Anders til að ná í krílin. Matthías er hjá mér núna og verður fram á þriðjudagskvöld.
Matthías er mjög kurteis strákur. Hann vakti mig í morgun og sagði "einhver þarf að fara í sturtu" Hann benti ekki á neinn, en gaf þá viðkomandi tækifæri til að taka þetta til sín. Þetta finnst mér mikill þroski hjá 5 ára barni. Minnir mig á það mig vantar hreinar nærbuxur.
Af dönum er það að frétta að þeir eru að drukkna í verðbólgu. Sparnaður hefur rýrnað og danir eru víst eitthvað farnir að minnka við sig lúxusinn. Þeir þyrftu nú að kynnast verðtryggingu, þá myndu þeir virkilega fara að gráta.
Áður en ég skelli mér í sturtu þá vil ég óska ykkur 2 sem lesið góðrar verslunarmanna(r)helgi og vonandi rignir ekki mikið á ykkur tjaldbúa.
Farinn í sturtu.
Lifið heil.
Arnar Thor
Ummæli
Hafið það gott í þjóðhátíðarstemningunni á Demantsvej!
Kveðjur í kotið, hvar sem það nú er...
Bláberjafrúin.
var glöð með að vera ekki sek í þessu sturtuleysi ;o)
Heiðagella
Kveðja úr sultunni...
Ef við Heiðrún ættum að kvitta í hvert skipti sem við kíktum þá mundir þú ekki gera annað en að lesa kveður frá okkur og kæmist bara ekkert í sturtu!!! Og ekki þætti Matthíasi það nú mjög gott!
Kvitt kvitt og kveðjur og takk fyrir innlitið um daginn,
Rúnabrúna...
Kve�ja,